Karellen

Við höfum í huga að:

Leikskólanám er samþætt nám þar sem barnið er að læra allan tímann við mismunandi aðstæður. Venjubundnar athafnir daglega lífsins í leikskólanum mótast af andlegum og líkamlegum þörfum barnanna og heilsu.

Leikskólakennarar nota öll tækifæri sem gefast til að örva nám barnanna, t.d. í matartímum, fataherbergi og á snyrtingu. Börnin hjálpa sér sjálf eftir því sem þroski þeirra og geta leyfir, það eykur sjálfstæði þeirra og styrk.

Líkamleg umönnun og heilsuvernd stuðlar að almennri vellíðan barnsins.

Návist leikskólakennarans við barnið í leik og starfi gefur dvöl þess í leikskólanum dýpra gildi.

Leikskólastarfinu er skipt í ýmiskonar leik, náms- og samverustundir.

(https://rjupnahaed.kopavogur.is/um-skolann/namid/daglegt-lif/)

© 2016 - 2024 Karellen