Karellen

Foreldraráð

Foreldraráð Leikskólans Öldunnar starfar samkvæmt ákvæðum 11. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Í foreldraráði eiga sæti 4 fulltrúar sem kosnir eru á aðalfundi ár hvert. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og fræðslunefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum.

Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.


Í foreldraráði skólaárið 2023-2024:

Árný Lára Karvelsdóttir,

Helga Guðrún Lárusdóttir,

Unnur Lilja Bjarnadóttir og

Guðbergur Baldursson

Tengiliður skólans; Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri




Starfsreglur

Foreldraráð starfar með hagsmuni barnanna og foreldra þeirra að leiðarljósi og fylgist með því að hlúð sé að velferð og réttindum barnanna í leikskólastarfinu.

  1. gr.

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í

ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara

fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn (sbr. 11 grein laga um

starfsemi leikskóla).


2gr.

Leitast skal við að í ráðinu séu foreldrar barna á mismunandi aldursstigum, þannig að

minnsta kosti einn fulltrúi haldi áfram næsta ár á eftir til að tryggja samfellu í starfi

ráðsins.


3.gr.

Foreldraráð kemur saman til fundar eftir þörfum yfir skólaárið, en þó ekki sjaldnar en fjórum sinnum. Fulltrúar í foreldraráði velja sér formann og ritara á fyrsta fundi í september. Formaður undirbýr fundi og boðar til þeirra með dagskrá.


4.gr.

Foreldraráð starfar með leikskólastjóra og skal vera tengiliður við aðra foreldra. Sameiginlegir fundir ráðsins og leikskólastjóra skulu vera í það minnsta tveir á hverju skólaári. Foreldraráð skal beita sér fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum í samskiptum við foreldra, leikskólastjóra og yfirvöld í sveitarfélaginu.


5.gr.

Leikskólastjóri skal upplýsa foreldraráð um öll meiriháttar mál sem hafa áhrif á starfsemi

leikskólans og gefa þeim þannig kost á að fjalla um þau.


6.gr.

Helstu verkefni sbr. 11 grein laga um starfsemi leikskóla

• Ráðið skal vera umsagnaraðili um skólanámskrá, skóladagatal og áætlun

vetrarins með leikskólastjóra.

• Bera skal skóladagatal saman við skóladagatöl grunnskólanna m.t.t skörunar við

starfsdaga og aðra frídaga.

• Ráðið skal einnig fjalla um ábendingar frá foreldrum, sumarlokun leikskólans og

aðrar stórar ákvarðanir sem hafa áhrif á starf skólans.


7.gr.

Öllum foreldrum og starfsmönnum leikskólans er frjálst að koma með athugasemdir eða ábendingar um skólahaldið og aðbúnað barna til foreldraráðs. Hægt er að hafa samband við foreldraráðið á netfanginu foreldrarad@hvolsvollur.is


8.gr.

Fulltrúar í foreldraráði skulu gæta þagmælsku um atriði sem þeim er trúað fyrir út af

setu þeirra í foreldraráði og varða fjölskylduaðstæður einstakra barna, hegðun þeirra og

heilsufar eða önnur viðkvæm atriði sem eðlilegt er að fari leynt.


9.gr.

Starfsreglur þessar skulu endurskoðaðar í lok hvers skólaárs. Til stuðnings sem og nánari útfærslu starfsreglna þessara er vísað í 11. grein laga um leikskóla.


Samþykkt á fundi Foreldraráðs 8.5.2023.




© 2016 - 2024 Karellen