Karellen

Lubbi finnur Málbein

Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur við að gelta og þá heyrist ,,voff-voff-voff“. Lubba langar mikið að læra að tala en þá vandast málið því þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Krakkanir ætla að hjálpa Lubba að læra íslensku málhljóðin með söng og ýmsum öðrum æfingum.

Það sem hundum finnst best að naga er bein og er Lubbi engin undantekning. Þess vegna líta málhljóðin út eins og bein og nagar Lubbi beinin og lærir með því að tala smátt og smátt. En hann þarf góða aðstoð og ætla krakkanir að aðstoða hann.

Í bókinni Lubbi finnur málbein er unnið með nám í þrívídd, þá er átt við sjónskyn, heyrnarskyn og hreyfi- og snertiskyn. Með því að vinna með hljóðanám í þrívídd er verið að æfa börnin í að tileinka sér íslensku málhljóðin, það brúar bilið milli stafs og hljóðs og að lokum kemur þetta börnum á sporið í lestri og ritun.

Í bókinni er hvert hljóð táknað með litlum og stórum bókstaf. Hvert málhljóð er tekið fyrir á síðu eða opnu. Hverju málhljóði fylgir ákveðið lag og einnig stutt saga þar sem lögð er sérstök áhersla á hvert hljóð fyrir sig. Hvert málhljóð á sér ákveðið tákn, í þeim táknum er oft á tíðum stuðst við tákn með tali. Með því að tengja hljóðið við táknræna hreyfinguna er auðvelt að læra það og muna. Vísurnar sem fjalla um hljóðin eru skemmtilegar og auðvelt að læra þær utan bókar, þær eru sungnar við gömul og þekkt lög.

Einnig eru í bókinni stuttar sögur sem tengjast hverju hljóði. Í sögunni má finna hljóðið fremst í orði, inni í orði eða aftast í orði. Sögurnar geyma fjölbreyttan orðaforða og hvetja til auðugs málfars. Spurningar í sögulok gefa færi á áhugaverðum samræðum, rökræðum og vangaveltum. (http://jotunheimar.arborg.is/deildir/merkiland/lubbi-finnur-malbein/)

Tengd mynd


Sérstaða Lubbaefnisins liggur m.a. í eftirfarandi: (http://www.lubbi.is/index.php/ct-menu-item-17/serstadha-lubbaefnisins)

  • hnitmiðaðri rannsóknar- og þróunarvinnu höfunda til fjölda ára, m.a. doktorsverkefni Þóru um tileinkun barna á íslensku máhljóðunum sem sýnir fram á tileinkunarröð. Ennfremur nýja rannsókn þar sem gagna var aflað um hljóðþróun og framburð rúmlega 400 barna á aldrinum 2½ árs til 8 ára
  • notkun táknrænna hreyfinga fyrir hvert málhljóð sem gerir hljóðin nánast sýnileg og áþreifanleg. Byggt er áralangri reynslu og frumkvöðulsstarfi Eyrúnar af þróun tjáskiptamátans Tákna með tali í vinnu með börnum með fjölbreytileg frávik í máli og tali, m.a. barna alvarleg framburðarfrávik
  • táknrænu hreyfingarnar eru íslensk hugsmíð höfunda sem hefur mikla sérstöðu þegar tekið er mið af sambærilegu efni í alþjóðlegu samhengi. Hér má nefna að táknrænar hreyfingar sérhljóðanna tengjast allar tilfinningum og líðan og táknrænar hreyfingar samhljóðanna hinum ýmsu athöfnum
  • byggt er á Hljóðanámi í þrívídd, hugmyndafræðilegri nálgun er höfundar hafa þróað og felur í sér samþættingu skynleiða; sjón-, heyrnar- og hreyfi-/snertiskyns sem auðveldar og hraðar tileinkun hljóðanna og vistun þeirra í minni
  • málbeinum Lubba fyrir hvert málhljóð í litum Hljóðaregnbogans sem vekja áhuga barnanna og gera hljóðanámið að skemmtilegum leik
  • áherslu á brúarsmíð á milli málhljóða og bókstafa með stuðningi táknrænu hreyfinganna. Lubbi er sannkallaður brúarsmiður
  • sérstakri áherslu á hljóðavitund sem liggur til grundvallar umskráningu sem er forsenda lestrarfærni
  • áhersla á hljóðtengingu með stuðningi málbeina og hringja með táknrænum hreyfingum, sbr. vinnuborð Lubba sem hann notar til að læra að lesa
  • tengingu við íslenska náttúru og staðhætti


© 2016 - 2024 Karellen