Karellen

Aldan er 8 deilda leikskóli. Leikskólinn var vígður 25. ágúst 2023. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að stækka hann um 2 deildar þegar þörf verður á.

Deildarnar heita Dalur, Laut, Þúfa, Holt, Hóll, Hæð, Ás og Hamrar. Nöfnin á deildunum tveimur sem hægt verður að byggja munu heita Fell og Gil. Deildarnöfnin eru valinn úr náttúru sveitafélagsins.

Gert er ráð fyrir 12- 18 börnum á hverri deild ásamt 3-4 kennurum/leiðbeinendum.

Á hverri deild er aðalrými og tvö minni rými þannig að hægt er að skipta barnahópi upp í minni hópa ásamt því að minni rýmin eru notuð til hvíldar.

Einnig hafa deildarnar aðgang að fjölnota sal, smiðjum fyrir eldri börn og smiðjum fyrir yngri börn, leikfangageymslum, sérkennslurými, ásamt því að nú er ein deildin ekki í notkun og þar er sameiginlegt kubbasvæði.

Starfsfólkið getur nýtt þrjú fundarherbergi, undirbúningsherbergi til undirbúnings og funda.


© 2016 - 2024 Karellen